0
Karfan þín

Afgangar, leifar, sýnishorn, rusl, afskurðu, misprent, restar, prufuprent! ATH. Engin bók er eins - en full af frábærum, einstökum pappír :)
Á prentverkstæðinu okkar fellur til í hverju prentverkefni alltaf eitthvað af gæðapappír. Þetta er pappír sem yfirleitt á nóg eftir og hefur okkur fundist erfitt að henda honum svona nærri ónotuðum.
Því ákváðum við að útbúa skissubækur úr pappírnum, þar sem afskurður, misprent, prufuprent og sýnishorn frá sín notið á nýjan hátt.
Þannig vonum við að pappírinn fái lengra og innihaldsríkara líf en hann hefði annars átt í endurvinnslutunnunni.
Gleðilegt skiss!